fös 19. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Shaw um valið: Mikill heiður
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, bakvörður Manchester United, segir að það sé mikill heiður að fá landsliðskallið á nýjan leik frá Gareth Southgate.

Shaw hefur ekki spilað landsleik síðan í september 2018 en meiðsli og fleira hafa sett strik í reikninginn.

Southgate ákvað að velja Shaw á nýjan leik fyrir leiki í undankeppni HM og gleður það leikmanninn mikið.

„Ég er gríðarlega ánægður. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið," sagði Shaw við BT Sport en hann lék með Man Utd í 1-0 sigri á AC Milan í gær.

„Ég hef verið frá í dágóðan tíma en það hefur alltaf verið markmiðið að komast aftur í leikmannahópinn."

„Ég er nú búinn að því og hlakka til þess að hitta strákana á ný."
Athugasemdir
banner
banner
banner