Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. mars 2024 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Ísak um herbergisfélagann: Held að Norwich sjái eftir því að hafa lánað hann
Tzolis hefur verið iðinn við kolann.
Tzolis hefur verið iðinn við kolann.
Mynd: Düsseldorf/Twitter
Christos Tzolis er 22 ára Grikki sem spilar með Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni. Hann er vinstri kantmaður sem er á láni frá Norwich. Í láninu er kaupmöguleiki, Düsseldorf getur fengið Tzolis alfarið í sínar raðir á fimm milljónir evra.

Liðið er í baráttu um að komast upp í Bundesliga og ef það tekst þá eru allar líkur á því að Tzolis verði keyptur. Hann hefur skorað fimmtán mörk og lagt upp sjö í deildinni á tímabilinu.

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var spurður út í Tzolis eftir landsliðsæfingu í gær.

„Já, hann er góður. Við erum einmitt herbergisfélagar og komum á sama tíma til Düsseldorf. Hann er kominn með einhver fimmtán stykki í deildinni og ég held að Norwich sjá dálítið eftir því að hafa leyft honum að fara á lán. Ég held að Bundesliga klúbbar muni klárlega skoða hann," sagði Ísak.

Fortuna Düsseldorf er einu stigi frá sæti í umspili um sæti í Bundesliga þegar átta umferðir eru eftir. Viðtalið við Ísak má sjá í spilaranum hér að neðan.
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Athugasemdir
banner
banner