U19 og U17 landslið karla verða í eldlínunni í dag en þau eru að taka þátt í undankeppni fyrri EM í sumar.
U19 á leik gegn Danmörku í Ungverjalandi en þar fer fjögurra liða milliriðill fram. Auk Íslands og Danmerkur eru Austurríki og heimamenn frá Ungverjalandi í riðlinum.
Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
U19 á leik gegn Danmörku í Ungverjalandi en þar fer fjögurra liða milliriðill fram. Auk Íslands og Danmerkur eru Austurríki og heimamenn frá Ungverjalandi í riðlinum.
Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Lestu um leikinn: Danmörk U19 2 - 0 Ísland U19
Klukkan 13:00 hefst svo viðureign Íslands og Póllands í seinni umferð undankeppninnar fyrir EM í flokki U17 landsliða.
Leikurinn fer fram í Póllandi en Belgía og Írland eru í sama riðli.
Hægt er að horfa á leik Íslands og Póllands í beinni útsendingu á Youtube.
Athugasemdir