Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
   sun 19. apríl 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Ármann Smári: Spila vel saman og skora mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Hafa skorað mörk og spilað vel saman. Það er eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað," segir Ármann Smári Björnsson um sóknardúett ÍA, Garðar Gunnlaugsson og Arsenij Buinickij.

Ármann er fyrirliði ÍA og var í viðtali í útvarpsþætti okkar á X-inu FM 97,7 í gær en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Skagamönnum er spáð ellefta sæti Pepsi-deildarinnar og þar með falli.

„Eins og sagt er í veðurfréttunum þá er spá bara spá. Við komum inn í mótið sem nýliðar og ætlum að standa okkur eins og menn og berjast fyrir öllum stigum."

„Það er frábært að geta verið allir klárir síðan i byrjun janúar. Við höfum nánast sloppið við öll meiðsli og æft vel."

„Það er karakter og ótrúleg samstað í liðinu. Þetta eru flestir uppaldir Skagamenn og það eru að koma strákar upp úr 2. flokki sem eru að standa sig frábærlega. Það er fullt af strákum sem vilja sýna að þeir eru góðir í fótbolta."

Meðal nýrra leikmanna ÍA er miðjumaðurinn Marko Andelkovic og segir Ármann að þar sé hörkuleikmaður á ferð.

„Ég hef líkt Marko við Sinisa Kekic. Hann er þannig týpa. Vill spila boltanum niðri og halda honum," segir Ármann en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner