Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mán 19. apríl 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vann titilinn og var í körfuboltalandsliðinu - „Pabbi hefði ekki verið ánægður"
Það er númer eitt markmið hjá mér, að fara út aftur
Það er númer eitt markmið hjá mér, að fara út aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan hjá Brighton
Stefan hjá Brighton
Mynd: Úr einkasafni
Stefan númer 9, svo eru líka menn eins og Hákon Örn Hjálmarsson og Helgi Guðjónsson á myndinni.
Stefan númer 9, svo eru líka menn eins og Hákon Örn Hjálmarsson og Helgi Guðjónsson á myndinni.
Mynd: Aðsend
Stefan og Gabríel Sindri Möller.
Stefan og Gabríel Sindri Möller.
Mynd: Aðsend
Fréttaritari ræddi við Stefan Alexander Ljubicic á föstudag. Hann var spurður út í heimkomuna frá Riga í fyrra, HK, sumarið og ákvörðunina að velja fótboltann fram yfir körfuboltann.

Fyrsti hluti hefur þegar verið birtur. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í HK. Snilldar hópur og þjálfararnir frábærir. Það vita allir hver Brynjar er, það er frábært að hafa þjálfara eins og hann. Hann hefur gert þetta allt, er frábær maður og góður þjálfari," sagði Stebbi m.a. í fyrsta hluta.

Fyrsti hluti:
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?

Hafa Brynjar eða Viktor Bjarki kennt þér eitthvað nýtt sem þú kunnir ekki áður?

„Ekkert nýtt svo sem, þeir hafa farið ítarlegar í suma hluti og sagt mér í hverju ég er góður og kennt mér að nýta þá eiginleika betur. Í síðustu leikjum er ég búinn að nota það og búinn að skora nokkur mörk. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég er í núna. Hef loksins tekið alvöru undirbúningstímabil, verið alveg meiðslafrír og get ekki beðið eftir því að mótið byrji."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið sem þú vilt segja frá?

„Markmiðið er bara að leggja mig fram og skora mörk. Ég er frammi og þarf að skora mörk. Ég held að við munum koma mörgum á óvart í sumar. Erum eiginlega með sama lið og í fyrra en erum að spila öðruvísi, meiri sóknarbolti en í fyrra. Þetta lítur mjög vel út, allir eru heilir og það er geðveikt að við fengum Martin [Rauschenberg] aftur, hann er góður liðsstyrkur.“

Ertu með það í höfðinu að þú viljir fara út sem fyrst aftur eða hvernig líturu á það?

„Ef ég stend mig núna og fæ nokkur tilboð þá mun ég pottþétt skoða það. Markmiðið mitt er að spila úti og ég vil spila úti. Mér finnst ég eiga að spila úti miðað við mína hæfileika og veit að ég get það. Ég þarf að leggja mig fram að ég get spilað út. Það er númer eitt markmið hjá mér, að fara út aftur.“

Þú ert búinn að skora svolítið á undirbúningstímabilinu. Líður þér vel að fara inn í tímabilið 2021?

„Já, ég er búinn að spila vel og setja mark í nánast hverjum leik. Það er vinnan mín, ég þarf að skora og ég hef aldrei verið í betra formi komandi inn í mótið. Ég er mjög bjartsýnn og get ekki beðið. Ég hef aldrei verið eins peppaður.“

Ég heyrði Tómas Þór í Dr. Football segja frá því um daginn að þú hafir verið efnilegur í körfubolta. Er eitthvað til í því?

„Já, ég var svolítið efnilegur þar. Ég byrjaði held ég bara fjórtán ára en ég var svo stór, það voru allir talsvert minni í kringum mig."

„Þjálfarinn, Björn Einarsson, sá mig horfa á æfingu og spurði hvort ég vildi vera með. Ég sagði já og spilaði með liðinu í fjögur ár. Ég varð Íslandsmeistari en þurfti að lokum að velja á milli."

„Ég þurfti að velja þegar ég var í 2. flokki í fótboltanum, nýbúinn með þriðja. Ég gat ekki sleppt fótboltanum. Pabbi hefði ekki verið ánægður. Hann hefði ekki verið sáttur ef ég hefði hætt í fótbolta, við erum mikil fótboltafjölskylda og fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt.“


Faðir Stefans, Zoran, kom til Íslands árið 1992 frá Bosníu&Hersegóvínu. Zoran lék með HK, Grindavík, Keflavík og Njarðvík á sínum ferli sem leikmaður. Zoran þjálfaði þá einnig hjá Keflavík eftir leikmannaferilinn. Stefan á bróðir, Bojan Stefán sem leikið hefur á Íslandi.

Það kom fram að þú hafir verið ás, leikstjórnandi?

„Já, ég var point guard. Ég hef alltaf verið sá stærsti en svo tók ég góðan vaxtakipp hjá Brighton og stækkaði um einhverja tíu sentímetra. Ég er í dag 1,97 en fór út 1,88."

Eitthvað sem þig langar til að segja að lokum?

„Ekkert sérstakt sem kemur upp nema það sem ég sagði áðan, við munum koma fólki á óvart í sumar," sagði Stebbi.

Fyrsti hluti:
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?
Athugasemdir
banner
banner