Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 19. apríl 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur ekki Fantasy leikur í Bestu deild kvenna
Úr leik Vals og Víkings á dögunum.
Úr leik Vals og Víkings á dögunum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar eru nýliðar í Bestu deildinni í ár.
Víkingar eru nýliðar í Bestu deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna hefst á sunnudaginn.
Besta deild kvenna hefst á sunnudaginn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þriðja árið í röð er í boði Fantasy leikur í Bestu deild karla, en ekki í Bestu deild kvenna.

Í Fantasy leiknum velja menn sín draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir ýmis atriði eins og að skora mörk og halda hreinu. Slíkur leikur hefur er mjög vinsæll í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn í Bestu deild karla hófst á dögunum en Besta deild kvenna hefst á sunnudaginn. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, staðfestir í samtali við Fótbolta.net að ekki verði Fantasy leikur fyrir Bestu deild kvenna í ár.

„Það verður ekki Fantasy leikur fyrir Bestu deild kvenna í ár. Það eru ekki til þessi 'live' gögn í boði. Opta er ekki að safna þessum gögnum og því ekki hægt að fá þau í beinni er ekki að afhenda þau í beinni. Vegna þess hefðum við alltaf verið með einhverja aðra útgáfu af leiknum sem er ekki eins og ekki með sama útlit. Þá er þetta flókið og ekki það sem við viljum setja á markað. Við vorum í samstarfi við félögin hvað þau vildu gera og ákveðið var að halda þessari vinnu áfram með það að markmiði að geta verið í þeirri stöðu að setja leik í loftið í náinni framtíð," segir Birgir.

„Opta eru ekki byrjaðir að safna gögnum í kvennaboltanum en það mun án efa breytast innan tíðar."

„Ég hef verið að taka ansi marga fundi með deildum í Evrópu sem eru með sína eigin leiki í karladeildinni og las helling af greinum um Fantasy leiki í kvennabolta en ég skildi ekki af hverju engin deild er með sinn 'official' leik kvennamegin. Í þessum greinum og samtölum kom fram að kvennadeildirnar hafa ákveðið að fjárfesta ekki í Fantasy leik þar sem hann kostar mikla peninga og er ekki með live tölfræði; deildirnar hafa frekar kosið að nýta fjármunina og tímann í að markaðssetja deildina og leikmennina frekar. Ég held að við séum á sama stað að félögin vilja frekar byggja upp vörumerkið og leikmennina áður en farið verður að fjárfesta í dýrum leik sem tekur tíma og kostnað að byggja upp. Þegar fjármunirnir eru takmarkaðir þá þarf alltaf að vega og meta hvar er best að fjárfesta þeim."

Fjárfesta í innri markaðassetningu
Birgir segir að það hafi verið kannað á meðal félagana að setja á laggirnar öðruvísi Fantasy leik í Bestu deild kvenna. Fjárfest sé á öðrum stöðum í Bestu deild kvenna.

„Við könnuðum það hvort það væri vilji félagana að vera með aðra útgáfu af leiknum en þau vilja halda þessari vinnu áfram og vera með samþætt útlit í náinni framtíð," segir Birgir.

„Við höfum farið frekar í að fjárfesta í innri markaðssetningu; leikmannaspjöld, að auglýsa leikina betur og viljum fara í átaksverkefni með að fjölga áhorfendum á leikina."

„Við erum að vona að í náinni framtíð getum við sett af stað Fantasy leik ef það er vilji allra," sagði Birgir að lokum.

Fótbolti.net hélt úti Fantasy leik fyrir efstu deild kvenna frá 2016 til 2021, en sá leikur var ekki keyrður á 'live' gögnum. ÍTF tók yfir Fantasy leikina fyrir tímabilið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner