Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjóri Lille var ekki með reglurnar á hreinu - „Nýtt fyrir öllum"
Paulo Fonseca
Paulo Fonseca
Mynd: Getty Images

Paulo Fonseca stjóri Lille var furðulostinn þegar Emiliano Martinez markvörður Aston Villa fékk sitt annað gula spjald í leik liðanna í Sambandsdeildinni í gær en var ekki rekinn af velli.


Martinez fékk gult spjald í fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma fyrir töf og fékk síðan annað gula spjaldið sitt í vítaspyrnukeppninni fyrir að ögra stuðningsmönnum franska liðsins.

Ef leikmaður fær gult spjald í leiknum, venjulegum leiktíma og framlengingu, fellur það úr gildi í vítaspyrnukeppninni en það vissi Fonseca ekki.

„Ég verð að játa að ég þekkti ekki reglurnar, ég held að enginn vissi þetta. Þetta var eitthvað nýtt fyrir öllum, ég hef verið í mörg ár í fótboltanum og þetta hefur aldrei gerst," sagði Fonseca.


Athugasemdir
banner
banner