Heimild: Fotbolltransfers
Ísak Andri Sigurgeirsson var opinn með óánægju sína með spiltímann hjá Norrköping í upphafi tímabilsins á síðustu leiktíð. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í tuttugu leikjum en tólf af þeim var hann í byrjunarliðinu.
Hann hefur hins vegar spilað alla þrjá leiki liðsins á nýju tímabili, þar af tvo í byrjunarliðinu. Hann sagði í viðtali við nt.se að leikstíllinn hentaði sér vel og hann fái mikinn tíma á boltann.
Hann hefur hins vegar spilað alla þrjá leiki liðsins á nýju tímabili, þar af tvo í byrjunarliðinu. Hann sagði í viðtali við nt.se að leikstíllinn hentaði sér vel og hann fái mikinn tíma á boltann.
„Maður verður að vera á vellinum til að þróast, það er aðalatriðið. Mér finnst ég hundrað prósent hafa bætt mig hérna. Þetta var mikil breyting frá íslandi en þetta er fyrsta árið þar sem ég er með fullt sjálfstraust. Þjálfararnir hafa trú á mér sem lætur mér líða vel á vellinum," sagði Ísak sem gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni en þetta er þriðja tímabilið hans hjá Norrköping.
„Ég hafði aldrei búið í útlöndum áður og er skyndilega einn í öðru landi. Það tekur tíma að aðlagast, mér liður vel núna. Ég er vanur því að vera einn en ég er með annan Íslending (Jónatan Guðna Arnarsson) sem ég get hangið með. Það er gott að vera með félagsskap," sagði Ísak.
Athugasemdir