Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. maí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Hamranna stökk í markið og spilaði sinn 100. leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bojana Besic, þjálfari Hamranna á Akureyri, þurfti að hoppa í markið hjá liði sínu í Mjólkurbikarnum í vikunni.

Hamrarnir spiluðu við Völsung í Boganum í leik sem fór fram í framlengingu.

Harpa Hrönn Sigurðardóttir, markvörður Hamranna, þurfti að fara af velli þegar 76 mínútur voru búnar og kom Bojana, þjálfari liðsins, inn í markið í hennar stað.

Staðan var þá 2-1 fyrir Hamrana en Völsungur jafnaði í uppbótartíma og skoraði svo sigurmarkið í framlengingunni. Lokatölur 2-3 fyrir Húsvíkinga.

Það er skemmtileg staðreynd að þetta var 100. leikur Bojönu á Íslandi. Á ferli sínum hér á landi hefur hún spilað með Þór/KA, KR, Völsungi og núna Hömrunum.

Sjá einnig:
Bojana, þjálfari KR, verður ekki í markinu í fyrsta leik
Athugasemdir
banner
banner
banner