Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. maí 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry í eins leiks bann
Pétur Guðmundsson gefur Kjartani spjald.
Pétur Guðmundsson gefur Kjartani spjald.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á fundi sínum í gær úrskurðaði aga- og úrskurðunarnefnd KSÍ að Kjartan Henry Finnbogason sóknarmaður FH færi í eins leiks bann vegna atviks í leik Víkings og FH í Bestu deild karla þann 14. maí síðastliðinn.

Kjartan verður í banni gegn ÍBV á sunnudaginn í Bestu deildinni en bannið fær hann fyrir að gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot.

Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en framkvæmdastjóri KSÍ sendi það á borð aganefndar.

Í dómi nefndarinnar segir að Kjartan Henry hafi gerst sekur um alvarlega grófan og hættulegan leik. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð.

Í greinargerð sem FH sendi aganefnd segir meðal annars: „Þarna eru einfaldlega tveir einstaklingar að berjast inni á vítateig eins og gerist margoft í hverjum einasta leik og við erum algjörlega ósammála því að Kjartan Henry hafi gefið Nicolaj Andreas olnbogaskot með hættulegum og óíþróttamannslegum hætti."

Atvikinu þar sem Kjartan sparkaði í átt að andliti leikmanns Víkings var ekki vísað til aganefndarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner