„Ég er ógeðslega pirruð," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.
Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.
Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 4 Breiðablik
„Bríet (Bragadóttir, dómari leiksins) gaf þeim leikinn bara. Bara punktur. Ég veit ekki hvað hún var að pæla. Ég kvarta mjög sjaldan út af dómurum en þetta var bara út í hött."
„Völlurinn er blautur og leikmenn eru að renna hægri og vinstri. Ég veit ekki hvað ég á að segja, nema það að þetta var fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega. Það er óþolandi."
Stjarnan lenti 1-3 undir en vann sig til baka inn í leikinn og jafnaði því 3-3. Því er enn grátlegra að tapa leiknum svona.
„Mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Mér fannst við flottar í dag. Ég er mjög pirruð," sagði Anna María.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024
Athugasemdir