Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   sun 19. júní 2016 14:31
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Sænskur fréttamaður: Ísland átti að gera það sem Ítalarnir gera
Icelandair
Robert Laul er þekktur fréttamaður í Svíþjóð.
Robert Laul er þekktur fréttamaður í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net
Robert Laul, fréttamaður frá Aftonbladed í Svíþjóð, spjallaði við Fótbolta.net í Annecy í dag.

Hann segir alla hafa heillast af Íslandi hingað til í keppninni. Hann segir smá reynsluleysi hafa komið í ljós undir lok leiksins gegn Ungverjum í gær en Ísland var marki yfir þegar skammt var eftir en Ungverjar náðu að jafna.

„Það eru allir heillaðir af Íslandi og hvað liðið hefur gert en þetta var ömurlegur endir á síðasta leik gegn Ungverjum, þegar þú ert með forystu og það eru tvær mínútur eftir og það kemur mark sem þú gast komið í veg fyrir. Það kom smá reynsluleysi í ljós hjá Íslandi."

„Þeir hefðu átt að hægja á leiknum, taktu þér lengri tíma í innköst, vertu illari. Gerðu það sem Ítalarnir gera, ef Ítalir eru með forystu. Þegar Ítalía er með forystu og það eru fimm mínútur eftir, þá reyna þeir nánast að stöðva leikinn."

Hann segir möguleika Íslands gegn Austurríki vera nokkuð góða.

„Þeir eru nokkuð góðir, Austurríki hefur ekki bætt sig í keppninni og ekki enn skorað mark, áhyggjur mínar er hvort Ísland sé með styrkinn til að koma til baka eftir lok síðasta leiks. Þeir þurfa að vera mjög sterkir andlega en Ísland er þekkt fyrir að vera sterkt andlega."

Robert var á sínum tíma sá fréttamaður sem sóttist hvað harðast að því að Lars Lagerback yrði rekinn sem þjálfari sænska liðsins.

„Okkur líkaði vel við hann sem knattspyrnuþjálfara en sambandið við pressuna var vesenið. Það er mikið af blaðamönnum að skrifa um sænska liðið og honum fannst ekki gaman á blaðamannafundum, honum fannst ekki skemmtilegt þegar við skrifuðum fréttir um liðið og varð reiður þegar við skrifuðum um byrjunarliðið. Hann náði góðum úrslitum með Svíþjóð, eins og Íslandi."

„Eftir 11 ár var Lagerback orðinn þreyttur á sænska liðinu sænska knattspyrnusambandið var orðið þreytt á Lagerback og það var kominn tími til að breyta til og það var gott fyrir alla að það varð breyting á."

Hann er alltaf með flautu um hálsinn og hann flautar reglulega í hana til að fá athygli þegar hann er á Snapchat aðgangi Aftonbladed. Íslenskir fjölmiðlamenn eru ekki sérstaklega hrifnir af henni en Robert finnst hún æðisleg.

„Það er fyndið á samfélagsmiðlum, það er mikið af krökkum að fylgja Sportbladed í Svíþjóð og þeim finnst skemmtilegt þegar ég flauta, mér finnst það fyndið og ég geri það þegar mig langar það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner