Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 19. júní 2020 23:16
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Tekur kannski smá tíma að stilla okkur af
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur tapaði fyrir Leikni Reykjavík 1 -3 á heimavelli í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar var eðlilega ekki sáttur eftir leikinn. „Við spiluðum ekki nógu vel til að verðskulda meira og sanngjarn sigur hjá Leikni''

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  3 Leiknir R.

Leiknismenn mættu mjög ákveðnir til leiks og Þróttur var í talsverðum vandræðum með að halda boltanum og skapa sér færi framan af leik. Þeir voru þó vel undirbúnir fyrir leikinn að sögn Gunnars. „Við vorum vel undirbúnir, við fáum náttúrulega mark á okkur úr föstu leikatriði tiltölulega snemma leiks og það setti okkur aðeins úr lagi, mér fannst við alveg vera inn í leiknum í fyrri hálfleik''

Leiknismenn skoruðu annað mark sitt eftir aðeins 5 mínútna leik í seinni hálfleik. Gunnar telur það hafa breytt leiknum töluvert. „Þegar við vorum komnir 2 -0 undir var ljóst að þetta yrði brekka fyrir okkur''

Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þegar Guy Smit markvörður Leiknis virtist brjóta á Hafþóri Péturssyni innan vítateigs. Egill Arnar dómari dæmdi hins vegar brot á Hafþór og voru heimamenn mjög ósáttir með þann dóm og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu.

„Frá þeim stað þar sem ég stend og horfi á það þá fannst mér það vera víti en ég get ekki dæmt 100% um það, dómarinn hefur væntanlega verið í betri stöðu en Hafþór er á því að því að þetta hafi verið víti''

Það vakti mikla athygli að þegar Þróttur samdi við Dion Acoff á nýjan leik. Hann var þó ekki í leikmannahópnum í leiknum í kvöld. Gunnar segir Dion vera nýkominn til landsins og að hann hafi ekki getað æft með þeim ennþá en mæti á æfingu á morgun.

„Vonandi getur hann tekið einhverjar mínútur í bikarleiknum á móti FH''

Þrótturum hefur verið spáð því að enda í kringum 9-10 sæti. Gunnar segir Þróttara vilja gera betur en það. „Við stefnum hærra en það en deildin er sterk og þetta verða allt saman hörkuleikir. Við eigum svolítið í land ennþá og menn eru að koma nýjir inn núna þannig að það tekur kannski smá tíma fyrir okkur að stilla okkur betur af''

Esaú Rojo Martinez nýr framherji Þróttar skoraði eina mark heimamanna eftir að hafa komið inn á sem varamaður og var Gunnar ánægður með hann í kvöld. Hann lagði þó meiri áherslu á það að hans menn yrðu að leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir komandi átök í sumar.

„Við þurfum líka að huga að því að stilla okkur betur af í varnarleiknum og vera einbeittari þegar við erum að verjast þannig að við séum ekki að fá of mörg mörk á okkur''
Athugasemdir
banner