Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Deco reynir allt til að fá Olmo til Barcelona
Dani Olmo er 26 ára.
Dani Olmo er 26 ára.
Mynd: EPA
Deco, íþróttastjóri Barcelona, fundaði á dögunum með umboðsmanni Dani Almo landsliðsmanns Spánar.

Olmo er með spænska landsliðshópnum á EM en Deco ætlar að leggja mikla áherslu á að fá sóknarmiðjumann á Nývang.

Sport segir að Deco hafi sagt umboðsmanninum að hann væri klár í að gera allt sem hann gæti til að klára kaupin.

Barcelona þarf að ná samkomulagi við RB Leipzig en Olmo er með 60 milljóna evra riftunarákvæði sem verðir virkt um miðjan júlí.

Olmo getur spilað á vinstri vængnum en Barcelona leitar að leikmanni í þá stöðu. Það er hinsvegar ekki náttúruleg staða hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner