Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 19. júní 2024 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjólfur Héðinsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði KA 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mikil gleði með að ná þessum þremur stigum. Þetta var erfiður leikur á móti mjög öflugu KA liði. Ég hugsa að taflan endurspeglar ekki alveg styrkleika þess liðs. Þeir eiga eftir að ná vopnum sínum og klifra upp töfluna, ég er alveg viss um það. Þeir áttu góðan leik í bikarnum seinast þar sem þeir unnu 3-0 þannig að við vissum alveg að við værum að mæta góðu liði. Við reiknuðum ekkert með því að við myndum valta yfir þá. Þó þetta hafi verið erfiður leikur þá erum við bara rosalega glaðir með að ná þremur stigum. Það er í rauninni eina sem að skiptir máli. Spilamennskan hefði klárlega geta verið betri og ákveðin atriði sem við þurfum að laga fyrir næsta leik. En fyrst og fremst bara rosa sáttur."

Breiðablik var mikið með boltan og sóttu stíft á KA menn. Þeir hinsvegar vörðust vel og það gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna.

„Við komumst mjög oft inn í vítateiginn þeirra, í ágætis stöður. Þeir voru að kasta sér mjög oft fyrir skot á síðustu stundu, björguðu á línu meðal annars og vörðu markið sitt bara rosalega vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Mér fannst við kannski ekki eiga í miklum vandræðum með að komast inn í vítateiginn þeirra, aðal atriðið var bara að ná að troða honum inn og við troðum honum inn þarna í 2-1 markinu. Það var það sem til þurfti. Við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk en við sluppum kannski með skrekkinn hérna í lokin líka."

Dregið var í Sambandsdeildinni í vikunni og ljóst er að Breiðablik mun mæta GFK Tikves frá Norður Makedóníu.

„Mér líst bara mjög vel á það. Við þekkjum Makedóna ágætlega, við fórum þangað í fyrra og eigum bara góðar minningar þaðan. Þannig að við erum bara fullir tilhlökkunar og vonandi fer þá bara vel, þá förum við til Kosovo í kjölfarið. Þannig að þetta verður eitthvað 'interrail' um Austur-Evrópu sem að við hlökkum bara til. Það eru þrír leikir í deildinni fram að því og til þess að fara með góðu sjálfstrausti inn í Evrópu keppnina þá þurfum við að klára þessa leiki af fullum krafti og safna sem flestum stigum. Svo tökum við bara Evrópu keppnina þegar þar að kemur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner