Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   mið 19. júní 2024 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjólfur Héðinsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði KA 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mikil gleði með að ná þessum þremur stigum. Þetta var erfiður leikur á móti mjög öflugu KA liði. Ég hugsa að taflan endurspeglar ekki alveg styrkleika þess liðs. Þeir eiga eftir að ná vopnum sínum og klifra upp töfluna, ég er alveg viss um það. Þeir áttu góðan leik í bikarnum seinast þar sem þeir unnu 3-0 þannig að við vissum alveg að við værum að mæta góðu liði. Við reiknuðum ekkert með því að við myndum valta yfir þá. Þó þetta hafi verið erfiður leikur þá erum við bara rosalega glaðir með að ná þremur stigum. Það er í rauninni eina sem að skiptir máli. Spilamennskan hefði klárlega geta verið betri og ákveðin atriði sem við þurfum að laga fyrir næsta leik. En fyrst og fremst bara rosa sáttur."

Breiðablik var mikið með boltan og sóttu stíft á KA menn. Þeir hinsvegar vörðust vel og það gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna.

„Við komumst mjög oft inn í vítateiginn þeirra, í ágætis stöður. Þeir voru að kasta sér mjög oft fyrir skot á síðustu stundu, björguðu á línu meðal annars og vörðu markið sitt bara rosalega vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Mér fannst við kannski ekki eiga í miklum vandræðum með að komast inn í vítateiginn þeirra, aðal atriðið var bara að ná að troða honum inn og við troðum honum inn þarna í 2-1 markinu. Það var það sem til þurfti. Við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk en við sluppum kannski með skrekkinn hérna í lokin líka."

Dregið var í Sambandsdeildinni í vikunni og ljóst er að Breiðablik mun mæta GFK Tikves frá Norður Makedóníu.

„Mér líst bara mjög vel á það. Við þekkjum Makedóna ágætlega, við fórum þangað í fyrra og eigum bara góðar minningar þaðan. Þannig að við erum bara fullir tilhlökkunar og vonandi fer þá bara vel, þá förum við til Kosovo í kjölfarið. Þannig að þetta verður eitthvað 'interrail' um Austur-Evrópu sem að við hlökkum bara til. Það eru þrír leikir í deildinni fram að því og til þess að fara með góðu sjálfstrausti inn í Evrópu keppnina þá þurfum við að klára þessa leiki af fullum krafti og safna sem flestum stigum. Svo tökum við bara Evrópu keppnina þegar þar að kemur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner