Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 12:08
Elvar Geir Magnússon
Leicester snýr sér að Cooper eftir að viðræður við Potter runnu út í sandinn
Cooper hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Nottingham Forest í desember.
Cooper hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Nottingham Forest í desember.
Mynd: EPA
Leicester City vill fá Steve Cooper til að taka við sem stjóri eftir að viðræður við Graham Potter runnu út í sandinn.

Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea síðasta sumar. Hann var talinn líklegastur til að taka við Leicester eftir að Enzo Maresca lét af störfum nú í sumar til að taka við Chelsea.

Viðræður Leicester við Potter voru komnar vel á veg en Guardian segir þær hafa runnið út í sandinn á lokastigum.

Cooper hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Nottingham Forest í desember. Búist er við því að hann muni taka við Leicester.

Leicester vann Championship-deildina á síðasta tímabili en liðið gæti byrjað þetta tímabil með stigafrádrætti fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni.

Guardian segir að varakostur hjá Leicester sé Carlos Corberan hjá West Bromwich Albion ef samkomulag næst ekki við Cooper.

Graham Potter hefur hafnað mörgum starfstilboðum en hann gæti komið til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands ef Gareth Southgate hættir eftir EM.
Athugasemdir
banner