þri 19. júlí 2022 08:40
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag vill gera skiptidíl við Milan - Kounde til Chelsea eftir allt saman?
Powerade
Donny van de Beek til Milan?
Donny van de Beek til Milan?
Mynd: EPA
Fer Ronaldo til Atlético?
Fer Ronaldo til Atlético?
Mynd: EPA
Það er nóg af heitum bitum í slúðurpakka dagsins en Chelsea og Manchester United kemur mikið við sögu.

Atlético Madríd hefur sett sig í samband við Jorge Mendes, umboðsmann Cristiano Ronaldo (37). (AS)

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, mun reyna að sannfæra Milan um að selja Ismael Bennacer (24), miðjumann liðsins, og er reiðubúinn að senda Donny van de Beek í hina áttina. Bennacer er metinn á 38 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea hefur komist samkomulagi við franska varnarmanninn Jules Kounde (23) um kaup og kjör. Félagið hefur þá lagt fram 47 milljón punda tilboð í leikmanninn, sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. (Marca)

Velski landsliðsmaðurinn Aaron Ramsey (31) er í viðræðum við Juventus um að rifta samningi sínum við félagið. Ramsey verður samningslaus á næsta ári. (Mail)

Barcelona neitar að gefa loforð um það að borga hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong þær 17 milljónir evra sem félagið skuldar honum og er það sem veldur frekari töf á skiptum hans til Manchester United. (Independent)

West Ham vonast til að ganga frá kaupum á belgíska miðjumanninum Amadou Onana (20), sem er á mála hjá Lille í Frakklandi. Félagið lagði fram nýtt 30 milljón punda tilboð og bíður nú eftir svari. Félagið hefur einnig áhuga á Jesse Lingard (29), sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Man Utd í síðasta mánuði. (Standard)

Leeds og West Ham hafa áhuga á að fá franska framherjann Martin Terrier (25) frá Rennes í Frakklandi. Félagið vill 34 milljónir punda fyrir leikmanninn. (L'Equipe)

Vonir Arsenal um að hreppa brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta (24) frá Lyon eru nú miklar eftir að franska félagið lækkaði verðmiðann á leikmanninum. (Media Foot)

Manchester City er tilbúið með formlegt tilboð í spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (23), sem er á mála hjá Brighton, en félagið vill fá hann í stað Oleksandr Zinchenko (25), sem mun ganga í raðir Arsenal á næstu dögum. (Fabrizio Romano)

Englandsmeistararnir vonast þá til að ganga frá kaupum á Emilio Lawrence (16), miðjumanni Everton, en hann spilaði með U23 ára liði Everton á síðustu leiktíð. (MEN)

Napoli hefur áhuga á því að fá spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (27) frá Chelsea. (Standard)

Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala (28) hefur samþykkt að ganga til liðs við Roma, en hann hafnaði hærri launum hjá Napoli til að semja við Rómarliðið. (Corriere dello Sport)

Franska félagið Paris Saint-Germain hefur boðið Roma og Milan að fá hollenska miðjumanninn Gini Wijnaldum (31). Félagið íhugar að leyfa honum að fara á láni. (Calciomercato)

Milan vonast til að fá enska varnarmanninn Japhet Tanganga (23) á láni frá Tottenham í þessari viku, með möguleika á að kaupa hann eftir ár. (Calciomercato)

Chelsea er að leitast eftir því að selja enska miðjumanninn Ross Barkley (28) fyrir byrjun tímabilsins. (Mirror)

Enska félagið ætlar þá að lána Billy Gilmour (21) annað árið í röð en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Norwich. (Mail)

Wolves er eina félagið sem hefur reynt að fá portúgalska miðjumanninn Matheus Nunes (23) frá Sporting Lisbon. (Teamtalk)

Nottingham Forest ætlar að blanda sér í baráttuna um Maxwel Cornet (25), vinstri bakvörð Burnley. Everton er einnig með í baráttunni. (Times)

Middlesbrough er að undirbúa tilboð í Marcus Foss (23), framherja Brentford, en finnski landsliðsmaðurinn eyddi hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Hull City. (Football Insider)

QPR og Blackburn vilja fá Taylor Richards (21), miðjumann Brighton. Hann var á láni hjá Birmingham á síðasta tímabili. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner