þri 19. júlí 2022 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
„Þegar ég leit til baka, þá var Dagný að hrauna yfir mig"
Icelandair
Dagný í leiknum í gær.
Dagný í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti góða innkomu þegar Ísland gerði jafntefli við Frakkland á EM í gær

Gunnhildur byrjaði óvænt á bekknum en kom svo inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og stóð sig vel að vanda. Hún nældi í vítaspyrnuna sem Ísland fékk undir lokin.

Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í það atvik í viðtali eftir leik.

„Ég var negld niður en þegar ég leit til baka, þá var Dagný að hrauna yfir mig. Ég hélt fyrst að Dagný hefði tekið mig niður og ég þorði fyrst ekki að segja neitt. Ég spurði hana svo Dagný hvort hún hefði sparkað mig niður og þegar hún sagði nei þá vissi ég að þetta væri víta­spyrna," sagði Gunnhildur.

Af hverju var Dagný að hrauna yfir hana?

„Hún sagðist hafa ætlað að taka boltann. Það var bara gaman að þessu. Hún ætlaði í skallaboltann. Ég reyndi að beygja mig; Dagný er einn besti skallamaður í heimi. En við fengum þetta víti og hún skoraði úr því. Dagný var frábær í dag."

Það var svo Dagný sem skoraði úr vítinu en því miður dugði það ekki fyrir Ísland til þess að komast áfram.
Gunnhildur: Persónulegar tilfinningar settar til hliðar
Athugasemdir
banner