Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kasper Schmeichel til Celtic (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er mættur til skoska meistaraliðsins Celtic en hann kemur frá Anderlecht í Belgíu.

Schmeichel er 37 ára gamall og spilaði lengst af með Leicester á ferli sínum.

Hann var í markinu er liðið varð Englandsmeistari árið 2016 en hann yfirgaf félagið árið 2022 og samdi við Nice.

Á síðustu leiktíð spilaði hann með Anderlecht í Belgíu en ákvað að leita aftur til Bretlandseyja.

Skosku meistararnir í Celtic greindu frá því í gær að Schmeichel væri mættur til félagsins, en hann tekur við markvarðarstöðunni af Joe Hart sem lagði hanskana á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Schmeichel gerði eins árs samning við Celtic og hittir þar fyrrum stjóra sinn, Brendan Rodgers, sem þjálfaði hann hjá Leicester frá 2019 til 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner