Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 19. ágúst 2019 21:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Sigurður Sigurþórsson: Mér finnst að liðið megi fá kredit
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnlið ÍR tapaði í kvöld 0:1 gegn FH og féllu þar með úr Inkasso-deild kvenna. Sigurður, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur með leik síns liðs í kvöld:

Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 FH

"Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við reiknuðum með honum. FH pressar hátt og reyndu hvað þær gátu að skora og við vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Við spiluðum töluvert betur frá markinu heldur en í síðasta leik á móti þeim."

"Mér fannst þær ekki skapa mikið svo okkar leikplan gekk upp en við lekum alltaf mörkum í hornum. Við virðumst fá á okkur allavega eitt mark úr horni í hverjum leik."

Hvað var Sigurður helst ánægður með í leiknum?

"Skipulag, baráttu og vinnusemi. Mér finnst að liðið megi fá kredit fyrir það. Til dæmis í leik sem við gerum jafntefli við Augnablik var sagt að það væri grís en mér fannst það bara móðgun við fótbolta að tala um grís í þannig leik þegar við gerum það sem við gerum til að ná jafntefli."

Nú er ljóst að ÍR er fallið niður í 2. deild og mun spila þar næsta sumar.

"Já, við höfum alveg verið raunsæ með það. Við vissum það alveg fyrir að þetta yrði ströggl og það þarf einhver að taka heiðurssætið í þessu. Við hefðum kannski viljað fá fleiri stig og stefnum á það í næstu leikjum."

Næsti leikur ÍR er gegn Fjölni sem situr í 9. sæti deildarinnar. Þar vonast liðið eftir sínum fyrsta sigri.

"Já við stefnum alltaf á að reyna að sigra en ég lofa því ekki að það gangi eftir. Fjölnir er með ágætis lið, hafa verið að ströggla líka. Það verður vonandi hörkuleikur."

Viðtalið má sjá hér að ofan í heild sinni





Athugasemdir
banner