Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Löw tjáir sig um Neuer og Ter Stegen: Þurfum þessa stöðu
Neuer og Ter Stegen berjast um markvarðarstöðuna hjá Þýskalandi.
Neuer og Ter Stegen berjast um markvarðarstöðuna hjá Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw.
Joachim Löw.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur tjáð sig um markverði sína Manuel Neuer og Marc-Andre ter Stegen, en þeir hafa verið að þræta.

Ter Stegen er þreyttur á því að vera varamarkvörður Neuer hjá þýska landsliðinu. Það virðist ekki skipta máli hversu vel Ter Stegen spilar með félagsliði sínu, Barcelona, þá fær hann aldrei tækifæri í keppnisleikjum með þýska liðinu.

Meiðsli hafa verið að stríða Neuer undanfarin ár, en samt er hann valinn fram yfir Ter Stegen í keppnisleikjum Þýskalands.

Ter Stegen og Neuer hafa á síðustu dögum verið að deila í fjölmiðlum. Löw hefur núna tjáð sig og segir hann að Ter Stegen muni einn daginn fái tækifærið.

„Við getum verið ánægð með það að við erum með tvo heimsklassa markverði. Kevin Trapp og Bernd Leno eru einnig mjög færir um það að spila mjög vel," sagði Löw við Bild.

„Það er ljóst að allir markverðirnir eru metnaðarfullir og vilja spila. Við viljum og þurfum þessa stöðu í landsliðinu."

„Andreas Kopke (markvarðarþjálfari þýska landsliðsins) og ég munum standa við okkar loforð. Marc mun fá sitt tækifæri. Við skiljum það að hann sé vonsvikinn, en aðeins einn getur spilað í markinu. Við vildum að hann spilaði í júní, en því miður var hann meiddur þá. Manu hefur spilað vel fyrir okkur að undanförnu. Hann er okkar fyrirliði."

Sjá einnig:
Neuer og Ter Stegen í orðaskaki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner