Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 19. september 2020 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea heldur áfram að lána Baker - Kominn til Trabzonspor (Staðfest)
Miðjumaðurinn Lewis Baker hefur aðeins einu sinni komið við sögu í keppnisleik hjá Chelsea þrátt fyrir að hafa verið samningsbundinn félaginu síðustu fimmtán ár.

Baker er 25 ára gamall og hefur á undanförnum fimm árum verið lánaður til sjö knattspyrnufélaga, þar á meðal Middlesbrough, Leeds, Reading og Fortuna Düsseldorf.

Áttunda félagið var að bætast við og mun Baker leika fyrir tyrkneska félagið Trabzonspor á komandi leiktíð.

Baker þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma en það hefur ekki ræst úr honum eins og búist var við. Hann var algjör lykilmaður hjá yngri landsliðum Englands. Hann gerði 8 mörk í 17 leikjum með U21 liðinu og 9 mörk í 14 leikjum með U19.

Baker er samningsbundinn Chelsea til 2022.
Athugasemdir
banner