Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ída að slá í gegn - Gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu
Ída Marín Hermannsdóttir.
Ída Marín Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir hefur farið vel af stað með LSU háskólanum í Bandaríkjunum.

Ída Marín yfirgaf Val í síðasta mánuði og hélt á vit ævintýranna í Bandaríkjunum. Hún stundar núna nám og spilar fótbolta með LSU háskólanum í Louisiana.

„Þetta er 'huge move' hjá Ídu. LSU eitt stærsta íþróttaprógram í Bandaríkjunum. Er að fara í magnað umhverfi," sagði Brynjar Benediktsson, einn af stofnendum Soccer & Education USA sem aðstoðar leikmenn að komast að á skólastyrk í Bandaríkjunum.

Ída er mjög öflugur leikmaður sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarið. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í lið Vals síðustu árin.

Hún skoraði um helgina sigurmarkið í 2-1 sigri á Vanderbilt. Markið gerði hún beint úr aukaspyrnu. Er hún alls búin að gera fimm mörk frá því að skólaárið hófst og má með sanni segja að hún sé slá í gegn í háskólaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið um helgina.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner