Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. september 2022 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari KR: Tek sök á mig fyrst það er lítið um það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið KR hefur verið aðal umræðuefnið í dag en leikmenn og þjálfarar liðsins gagnrýndu umgjörð liðsins í kjölfarið á því að liðið féll úr Bestu deild kvenna eftir tap gegn Selfossi um helgina.


Það kom upp atvik í leiknum þar sem Hannah Lynne Tillett leikmaður liðsins meiddist illa og hefði þurft börur til að komast út af vellinum. Það var enginn á staðnum með börur og tóku því nokkrir KRingar uppá því að bera hana af velli.

Umræða hefur skapast um það hvernig stæði á því að það hafi enginn verið til taks með börur á vellinum. Það virðist vera í verkahring þjálfara 3. flokks kvk að fá leikmenn þar til að vera á börunum í leikjum meistaraflokks.

Arnar Páll Garðarson annar þjálfara KR er einnig þjálfari 3. flokks en hann skrifaði færslu á Twitter í kvöld þar sem hann tekur þetta á sig. Hann hafi reynt að græja þetta með of stuttum fyrirvara.

Sjá einnig:
„Þegar þeir voru í Evrópukeppni þá komst kvennaliðið ekki á æfingu"


Athugasemdir
banner
banner