Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Gummi spilaði í tapleik
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Columbus Crew 3 - 1 New York City FC
1-0 Artur ('26)
2-0 P. Santos ('50)
2-1 V. Castellanos ('55)
3-1 G. Zardes ('93)

Guðmundur Þórarinsson fékk að spila síðasta hálftímann í 3-1 tapi New York City FC gegn Columbus Crew í MLS deildinni vestanhafs.

Ronald Matarrita byrjaði í vinstri bakverðinum gegn sterkum andstæðingum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Artur skoraði á 26. mínútu eftir vandræðagang í vörn New York. Heimamenn í Columbus Crew leiddu í leikhlé og tvöfölduðu forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Markið skoraði Pedro Santos eftir frábæran undirbúning frá Derick Etienne sem sólaði Matarrita upp úr skónum áður en hann gaf frábæran bolta inn í vítateig.

New York minnkaði muninn skömmu síðar og fékk Gummi að spreyta sig á 62. mínútu. Gestirnir frá New York áttu góðan síðari hálfleik en heimamenn beittu afar hættulegum skyndisóknum.

Staðan var 2-1 allt þar til í uppbótartíma þegar heimamenn gerðu þriðja mark sitt.

New York er í sjötta sæti sem stendur, með 27 stig eftir 19 umferðir. Liðið er á góðri leið með að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni. Columbus er í þriðja sæti, sjö stigum fyrir ofan New York.
Athugasemdir
banner
banner
banner