Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 19. október 2024 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér líður mjög vel," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, fyrirliði KA í sigri gegn Vestra í dag. Elfar hefur ekki verið í stóru hlutverki með KA í sumar en nýtti tækifærið og skoraði bæði mörk liðsins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

„Þetta er það sem við ætluðum að gera eftir skitu síðast, við viljum ekki enda mótið á þeim nótum þannig það var ekkert annað í boði en að vinna síðasta heimaleikinn. Maður er ekki búinn að fá margar mínútur í sumar. Það var gaman að fá að byrja í dag og ná að skora tvö mörk."

„Það er alltaf erfitt að vera í litlu hlutverki en maður verður að halda áfram að berjast fyrir þeim mínútum sem maður getur fengið en því miður fyrir minn smekk hefur það verið alltof lítið. Maður þarf þá bara að sýna þegar maður fær mínútur að maður getur eitthvað ennþá," sagði Elfar.

Samningur Elfars hjá KA rennur út eftir tímabilið. Framtíð hans er í óvissu en Húsvíkingurinn hefur verið orðaður við Völsung sem tryggði sér sæti í Lengjudeildinni í sumar.

„Það getur vel verið. Ég er að renna út á samning eftir mánuð og það kemur í ljós hvað gerist á næstunni. Völsungur átti geggjað sumar í sumar og það verður flott að sjá þá í Lengjudeildinni, það verður bara að koma í ljós hvaða liði þeir stilla upp."


Athugasemdir
banner
banner