Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 19. október 2024 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér líður mjög vel," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, fyrirliði KA í sigri gegn Vestra í dag. Elfar hefur ekki verið í stóru hlutverki með KA í sumar en nýtti tækifærið og skoraði bæði mörk liðsins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

„Þetta er það sem við ætluðum að gera eftir skitu síðast, við viljum ekki enda mótið á þeim nótum þannig það var ekkert annað í boði en að vinna síðasta heimaleikinn. Maður er ekki búinn að fá margar mínútur í sumar. Það var gaman að fá að byrja í dag og ná að skora tvö mörk."

„Það er alltaf erfitt að vera í litlu hlutverki en maður verður að halda áfram að berjast fyrir þeim mínútum sem maður getur fengið en því miður fyrir minn smekk hefur það verið alltof lítið. Maður þarf þá bara að sýna þegar maður fær mínútur að maður getur eitthvað ennþá," sagði Elfar.

Samningur Elfars hjá KA rennur út eftir tímabilið. Framtíð hans er í óvissu en Húsvíkingurinn hefur verið orðaður við Völsung sem tryggði sér sæti í Lengjudeildinni í sumar.

„Það getur vel verið. Ég er að renna út á samning eftir mánuð og það kemur í ljós hvað gerist á næstunni. Völsungur átti geggjað sumar í sumar og það verður flott að sjá þá í Lengjudeildinni, það verður bara að koma í ljós hvaða liði þeir stilla upp."


Athugasemdir
banner