Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Keys sár út í Sky - Carragher tekið eins og hetju
Richar Keys (til vinstri).
Richar Keys (til vinstri).
Mynd: Getty Images
Richard Keys, fyrrum þáttastjórnandi á Sky Sports, er svekktur með að hann hafi verið rekinn árið 2011 og nokkrum árum síðar hafi Jamie Carragher haldið starfi sínu sem sérfræðingur hjá sjónvarpsstöðinni eftir að hann hrækti á unglingsstúlku.

Bæði Keys og Andy Gray voru reknir frá Sky árið 2011 vegna ummæla sem þeir létu falla um aðstoðardómarann Sian Massey-Ellis þegar þeir héldu að útsending væri ekki í gangi.

Keys og Gray töluðu illa um Massey-Ellis og sögðu að hún þyrfti að læra rangstöðuregluna. Keys og Gray voru reknir í kjölfarið en þeir starfa í dag fyrir beIN Sports í Katar.

Í fyrra hrækti Carragher á unga stúlku þegar hann var á leið heim af leik Manchester United og Liverpool. Sky Sports setti Carragher í kælinn í nokkra mánuði en hann fékk síðan að halda áfram störfum.

„Horfið á hlutina sem gerðust. Ég fór ekki í niður í búningsklefa, bankaði upp á og hrækti í andlitið á henni. Náunginn sem framdi þennan glæp á almannafæri, að hrækja í andlitið á 14 ára stúlku, honum var fagnað eins og hetju þegar hann kom aftur á Sky. Er eitthvað líkt með þessu? Ég held ekki," sagði Keys ósáttur í viðtali við The Athletic í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner