Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2020 10:46
Magnús Már Einarsson
A-landslið byrjar undankeppni á sama tíma og U21 spilar í úrslitum
Icelandair
Ísland hefur leik í undankeppni HM í mars.
Ísland hefur leik í undankeppni HM í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er á leið í lokakeppni EM.
U21 landsliðið er á leið í lokakeppni EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landsliðs karla hefur keppni í undankeppni HM í mars næstkomandi en þá eru þrír leikdagar á dagskrá. Í sömu viku mun U21 landslið Íslands spila í lokakeppni EM í Ungverjalandi eða Slóveníu.

Árið 2010 fór U21 landslið Íslands í fyrsta skipti í úrslitakeppni EM eftir sigur á Skotum í umspili. KSÍ ákvað þá að láta U21 landsliðið hafa forgang yfir A-landsliðið en Eyjólfur Sverrisson, þáverandi þjálfari U21, fékk að velja þá leikmenn sem hann vildi í hópinn.

Aron Einar Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Rúrik Gíslason, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki með A-landsliðinu gegn Portúgal eftir að hafa verið hóp í leiknum gegn Dönum þar á undan. Þeir spiluðu þess í stað með U21 gegn Skotum og tryggðu EM sætið.

Telja að A-landsliðið fái forgang
Ekki ósvipuð staða er komin upp núna en leikmenn sem eru gjaldgengir í U21 landsliðinu hafa verið í hóp hjá A-landsliðinu af og til undanfarið árið. Málið var rætt í Innkastinu í gær.

„Er ekki eina lausnin að A-landsliðsþjálfarinn verði í forgangi," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

„Það verður ekki ráðinn erlendur landslisðþjállfari og sagt við hann að 30% af mótinu geti hann ekki valið alla þá sem hann vill því að við erum á krakkamóti," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Staðan er allt önnur en síðast þegar U21 fór í lokakeppni. Þá var A-landsliðið ekki að gera neitt. Núna er þetta upphaf í undankeppninni. Við ætlum á HM í Katar og þá hlýtur það að vera í forgangi," sagði Elvar Geir.

Arnór Sigurðsson var eini leikmaðurinn í landsliðshópnum gegn Ungverjum og Dönum sem er gjaldgengur í U21 landsliðið. Gegn Englandi í gær komu Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Alfons Sampsted og Sveinn Aron Guðjohnsen allir inn í hópinn úr U21 landsliðinu.

Þétt leikið í undankeppni HM
Ljóst er að nýr landsliðsþjálfari Íslands fær lítinn tíma til að koma sínum áherslum á framfæri fyrir fyrsta alvöru leik sinn með liðið en hann mun einungis ná nokkrum æfingum í aðdraganda leikjanna í mars. 3 leikir fara einnig fram í september og því verður leikjaálagið mikið í næstu landsleikjagluggum.

Undankeppni HM
3 leikir í mars
3 leikir í september
2 leikir í október
2 leikir í nóvember
Innkastið - Íslenska blandan breytist en margt jákvætt í kortunum
Athugasemdir
banner
banner