Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 11:23
Elvar Geir Magnússon
Þessi lið verða með Íslandi í B-deild Þjóðadeildarinnar
Icelandair
Ísland féll í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Ísland féll í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland féll úr A-deild Þjóðadeildarinnar og mun því leika í B-deildinni þegar næsta Þjóðadeild fer af stað. Áætlað er að sú keppni fari af stað sumarið 2022.

Hvaða þjóðir verða með okkur í B-deildinni?

Auk Íslands þá féllu Bosnía-Herzegovina og Svíþjóð úr A-deildinni. Sviss eða Úkraína munu einnig falla en ekki er ljóst hvor þjóðin það verður.

Sviss og Úkraína áttu að mætast í vikunni í úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í A-deildinni. Leiknum var frestað vegna smita í leikmannahópi Úkraínu. Sviss gæti verið dæmt sigur og þá fellur Úkraína en UEFA hefur ekki kveðið upp ákvörðun.

Þau lið sem verða áfram í B-deildinni: Noregur, Rúmenía, Skotland, Ísrael, Rússland, Serbía, Finnland og Írland.

Þau lið sem komust upp úr C-deildinni: Svartfjallaland, Armenía, Slóvenía og Albanía.
Athugasemdir
banner
banner