Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. nóvember 2022 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal vildi ekkert með Kane hafa - „Pældi ekkert voðalega mikið í þessu"
Harry Kane var á mála hjá Arsenal
Harry Kane var á mála hjá Arsenal
Mynd: Twitter
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur á Englandi, ræddi aðeins um uppvaxtarárin í viðtali við England Football, en þar fór hann yfir árin tvö sem hann lék fyrir unglingalið Arsenal.

Kane, sem er á góðri leið með að gerast markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, hefur ekki alltaf verið álitinn sem frábær fótboltamaður.

Þegar hann var sjö ára samdi hann við Arsenal en var látinn fara tveimur árum síðar. Það þekkja flestir söguna eftir það, en hann gekk í raðir Tottenham árið 2004 og tíu árum síðar eftir smá lánsævintýri í neðri deildunum fór hann að raða inn mörkum fyrir Tottenham.

Kane spáir ekkert rosalega mikið í þessa ákvörðun Arsenal að láta hann fara.

„Eftir að hafa spilað hjá Ridgeway frá fimm til sex ára aldurs þá fór ég til Arsenal í tvö ár áður en ég var látinn fara,“ sagði Kane við England Football.

„Þegar ég horfi til baka þegar ég var látinn fara þá pældi ég ekkert voðalega mikið í því. Þeir létu foreldra mína vita og ég man enn þann dag er við vorum á röltinu í almenningsgarðinum og pabbi sagði við mig að Arsenal hefði látið mig fara en við ætluðum að fara aftur til Ridgeway og halda áfram að gera það sem við höfðum verið að gera og leggja allt í þetta,“ sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner