Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
26 ára leggur skóna á hilluna
watermark
Mynd: EPA
Danska landsliðskonan Nicoline Sörensen hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára að aldri.

Sörensen, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton, tjáði félaginu að hún ætlaði sér að hætta í fótbolta.

Everton varð að beiðni hennar en aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir frá því hún gerði nýjan eins árs samning við félagið.

Sörensen, sem er sóknarmaður, mun spila með Everton til 17. desember áður en samningnum verður rift.

Danska landsliðskonan var mikilvæg í liði Everton sem komst í úrslit enska bikarsins tímabilið 2020-2021.

Hún fór þá með danska landsliðshópnum á heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner