Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 19. nóvember 2023 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Coufal sendur heim fyrir mikilvægan leik - Þrír leikmenn fóru á næturklúbb
Mynd: Getty Images

Vladimir Coufal bakvörður West Ham er einn af þremur landsliðsmönnum Tékklands sem hafa verið sendir heim eftir að hafa brotið reglur liðsins.


Tékkland spilar hreinan úrslitaleik gegn Moldavíu á morgun um sæti á EM en Tékkum dugir jafntefli til að tryggja farseðilinn til Þýskalands.

Ásamt Coufal voru Jakub Brabec and Jan Kuchta einnig sendir heim.

Tékkneska sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að þeir hafi brotið reglur í gærkvöldi en tékkneski miðillinn iSport greindi frá því að þeir hafi heimsótt næturklúbb og verið þar langt frameftir ásamt einum starfsmanni sambandsins.

Leikmennirnir tóku allir þátt í 1-1 jafntefli liðsins gegn Póllandi á föstudagskvöldið.

Coufal er því farinn aftur til Englands og undirbýr sig fyrir útileik gegn Burnley á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner