Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea til Inter Miami?
Mynd: Getty Images

David De Gea fyrrum markvörður Manchester United er á óskalista United goðsagnarinnar David Beckham forseta Inter Miami.


De Gea hefur verið án félags síðan samningur hans á Old Trafford rann út í júní sem endaði 12 ára veru hans í Manchester.

Þessi 33 ára gamli markvörður hefur verið orðaður við mörg félög í Evrópu en hann gæti nú sameinast fyrrum landsliðsfélögum sínum Sergio Busquets og Jordi Alba.

Hann hefur einnig verið orðaður við Sádí Arabíu, nánar tiltekið Al Nassr þar sem fyrrum samherji hans hjá Man Utd, Cristiano Ronaldo, leikur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner