Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 10:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Modric fer til Sádí-Arabíu - Jobe Bellingham orðaður við Tottenham
Powerade
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Jude og Jobe Bellingham
Bræðurnir Jude og Jobe Bellingham
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Eins og að venju er hann tekinn saman af BBC af öllum helstu miðlum heims. David de Gea, Luka Modric, Timo Werner, Kalvin Phillips og fleiri koma við sögu.


David de Gea, 33, hefur hafnað 500 þúsund pundum á viku og tækifærinu að sameinast Cristiano Ronaldo á ný hjá Al-Nassr. (Sun)

Inter Miami er eitt af félögunum sem bjóða De Gea tækifæri á að hefja ferilinn sinn að nýju en hann hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Man Utd síðasta sumar. (Star)

West Ham hefur blandað sér í baráttuna um Kalvin Phillips en Man City er tilbúið að leyfa honum að fara á láni og til frambúðar í janúar. (Football Insider)

Fulham mun líklega skoða aðra kosti áður en það snýr sér að Timo Werner, 27, framherja RB Leipzig í janúar. (Football Insider)

Luka Modric, 38, hefur ákveðið að fara til Sádí Arabíu þegar samningur hans við Real Madrid rennur út næsta sumar. (Sport)

Newcastle íhugar að næla í Serhou Guirassy, 27, framherja Stuttgart. (Football Insider)

West Ham endurvekur áhugan sinn á Dominic Solanke, 27, framherja Bournemouth. (Mirror)

Ian Maatsen varnarmaður Chelsea segir að hann sé að halda öllum möguleikum sínum opnum en félagið gæti selt þennan 21 árs gamla Hollending í janúar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning. (AD)

Tottenham, Aston Villa, Newcastle, Brighton, Brentford og West Ham eru meðal félaga sem horfa til Lennon Miller, 17, miðjumann Motherwell. (Teamtalk)

Tottenham fylgist einnig grant með Jobe Bellingham, 18, miðjumanni Sunderland og yngri bróður Jude Bellingham. (Football Insider)

Alejo Veliz framherji Tottenham er undir smásjá Bologna en þessi tvítugi argentíski framherji hefur ekki tekist að brjóta sér leið í aðalliðið síðan hann gekk til liðs við félagið frá Rosario Central í sumar. (Calciomercato)

Everton gæti orðið gjaldþrota og fengið 9 stiga refsingu í viðbót ef ákærur annara félaga ganga eftir. (Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner