mið 19. nóvember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Misstum okkur aðeins í gleðinni“
Mynd: EPA
Ståle Solbakken, þjálfari Norðmanna, viðurkennir að hann og liðið hafi fagnað óhemju mikið eftir að HM-sætið var tryggt með 4-1 sigri á Ítalíu um helgina.

Noregur var að tryggja sig inn á HM í fyrsta sinn síðan 1998 og því kannski eðlilegt að fögnuðurinn hafi verið mikill.

Solbakken vildi samt sem áður biðja Gennaro Ivan Gattuso og ítalska liðið afsökunar á fagnaðarlátunum.

„Ég bæði söng og dansaði með strákunum inn í klefa og kannski misstum við okkur aðeins í gleðinni þarna í lokin og biðst ég innilegrar afsökunar á því,“ sagði Solbakken.

Erling Braut Haaland er markahæsti leikmaður undankeppninnar með 16 mörk og mikið til honum að þakka að norska liðið vann alla átta leiki sína í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner