Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. janúar 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester City á toppinn eftir fjörugan leik
Bernardo Silva kom Man City á bragðið í rigningunni í Manchester.
Bernardo Silva kom Man City á bragðið í rigningunni í Manchester.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 0 Aston Villa
1-0 Bernardo Silva ('79 )
2-0 Ilkay Gundogan ('90 , víti)

Manchester City er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Aston Villa á heimavelli.

Leikurinn var ótrúlega skemmtilegur og hreint út sagt mjög furðulegt að það skyldi ekki koma mark í leikinn fyrr en á 79. mínútu.

Aston Villa fékk sín færi, en City var nokkurn veginn alltaf hættulegri aðilinn.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Bernardo Silva fyrsta mark leiksins með hnitmiðuðu skoti eftir að Rodri vann boltann af Tyrone Mings. Aston Villa-menn vildu fá rangstöðu á Rodri í aðdragandanum en ekkert var dæmt og VAR leyfði markið. Dean Smith, stjóri Aston Villa, var það brjálaður að hann fékk rauða spjaldið.

Í uppbótartímanum fékk City svo vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Matty Cash. Ilkay Gundogan fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi.

Lokatölur 2-0 fyrir City sem er núna á toppnum með jafnmörg stig og Leicester, og einu stigi meira en Manchester United. City hefur unnið fimm deildarleiki í röð. Aston Villa er um miðja deild en hefur leikið færri leiki en liðin í kring. Villa er til að mynda með þrjá leiki til góða á West Ham, sem er í sjöunda sæti, og sex stigum á eftir þeim.

Klukkan 20:15 hefst leikur Fulham og Manchester United. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner