Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurði dómarana hvort þeir hefðu fengið 'djögl bolta' í jólagjöf
Smith fékk rauða spjaldið.
Smith fékk rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, fékk að líta rauða spjaldið þegar Aston Villa, tapaði fyrir Manchester City á útivelli í kvöld.

Smith var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins. Hann segist hafa fengið rauða spjaldið fyrir að spyrja fjórða dómarann, David Coote, hvort hann hafi fengið 'djögl bolta' í jólagjöf. Hann var með öðrum orðum að kalla þá trúða.

Smith fékk rauða spjaldið eftir að fyrra mark Man City var dæmt löglegt. Smith fannst Rodri, miðjumaður City, enn vera rangstæður þegar hann vann boltann af Tyrone Mings en dómararnir voru ekki sammála því.

„Hann var rangstæður, kom til baka og tæklaði boltann af leikmanni okkar. Þetta er fáránleg regla og fáránleg ákvörðun," sagði Smith.

Seinna mark City kom úr vítaspyrnu sem Smith var heldur ekki ánægður með. „Matty Cash var metra frá, hann getur ekki hoppað með hendurnar uppi. Þetta var slök frammistaða frá dómurunum og það kostaði okkur."

Þetta var fyrsti leikur Villa frá því á nýársdag en liðið hefur átt í Covid-vandamálum. Smith var mjög ánægður með sína menn í dag.

„Þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Við æfðum bara í þrjá daga og vorum að spila gegn mjög góðu liði. Þeir fengu færi en nýttu þau ekki. Þeir fengu tvö gefins mörk í lokin."

Hægt er að sjá fyrra markið hérna og vítaspyrnudóminn hérna.


Athugasemdir
banner