Kristian Nökkvi Hlynsson er ekki inn í myndinni hjá Francesco Farioli, stjóra Ajax, en íslenski landsliðsmaðurinn spilaði með varaliði félagsins í dag.
Hann hefur verið að berjast við meiðsli á tímabilinu og hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliðinu.
Hann var í byrjunarliði varaliðsins sem vann öruggan 4-0 sigur gegn varaliði PSV og hann lagði upp annað mark liðsins. Hann var síðan tekinn af velli eftir klukkutíma leik.
Fótbolti.net greindi frá því í desember að hann væri að hugsa sér til hreyfings í janúar og það gæti komið til greina að hann verði lánaður innan Hollands en það er einnig áhugi á honum víðar um Evrópu. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Ajax.
Athugasemdir