Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Ég er knattspyrnumaður útaf Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Norska ungstirnið Erling Braut Haaland hefur farið gríðarlega vel af stað með Borussia Dortmund eftir að hann var keyptur í janúar.

Haaland hefur verið að raða inn mörkunum og skoraði tvennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik fyrir félagið. Hann gerði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn stjörnum prýddu liði Paris Saint-Germain í vikunni.

Eftir leikinn var hann tekinn í viðtal og talaði meðal annars um átrúnaðargoðið sitt, Cristiano Ronaldo.

„Ég væri til í að hitta hann svo ég get sagt honum að hann er ástæðan fyrir því að ég spila fótbolta. Hann hefur alltaf verið fyrirmyndin mín," sagði Haaland.

Hinn 19 ára gamli Haaland er búinn að skora ellefu sinnum í sjö leikjum frá komu sinni til Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner