Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 20. febrúar 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höjlund settist niður í hálftíma með Van Persie
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.

Höjlund var keyptur til Man Utd fyrir 72 milljónir punda frá ítalska félaginu Atalanta síðasta sumar. Það tók hann tíma að aðlagast ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið að spila afar vel að undanförnu.

Höjlund er aðeins 21 árs gamall og hann er mjög viljugur til að læra og bæta sig.

Fram kemur á Daily Mail í dag að Höjlund hafi verið mjög spenntur fyrir því að hitta Robin van Persie, fyrrum sóknarmann Arsenal og Man Utd, á dögunum þegar Van Persie var að taka þjálfararéttindi á æfingasvæði United. Höjlund hafi þá sóst eftir því að fá fund með Van Persie.

Höjlund settist niður með Van Persie og ræddi við hann í hálftíma. Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður United, talaði um málið í hlaðvarpi sínu fyrir stuttu.

„Robin segir að hann sé að spyrja mikið af spurningum. Hann er mjög viljugur að læra," sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner