Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er orðinn verulega þreyttur á sögum spænskra fjölmiðla um hann og liðsfélagana, en hann lét allt flakka á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Napoli.
Spænskir miðlar hafa undanfarin ár skrifað um De Jong og launin sem hann er að þéna hjá Barcelona.
Segja þeir þá að Barcelona vilji losa sig við De Jong vegna launakostnaðarins, en hann er sagður launahæsti leikmaður félagsins.
De Jong svaraði fyrir sig á blaðamannafundinum í dag en hann vill að fjölmiðlar fari að gera eitthvað í sínum málum.
„Ég skil ekki hvernig sumir ykkar getið logið og ekki fundið fyrir skömm. Þið skrifuð um launin mín, sem ég mun ekki tjá mig um, en þið eruð að ljúga,“ sagði De Jong, sem var síðan spurður hvort þetta gæti mögulega komið frá klúbbnum. „Ég vona ekki en ég veit að þið búið oft til alls konar sögu, þið gerið það með margt fólk. Þið þurfið að breytast,“ sagði Hollendingurinn reiður.
Athugasemdir