Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
   fim 20. febrúar 2025 23:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Mynd: Víkingur
Mynd: EPA
Ari Sigurpálsson var niðurlútur eftir 2-0 tap Víkings R. á útivelli gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni fyrr í kvöld.

Víkingar spiluðu góðan leik og voru óheppnir að tapa, hvað þá með tveimur mörkum. Þeir voru slegnir úr leik í Sambandsdeildinni 3-2 samanlagt eftir óvæntan 2-1 sigur í fyrri leiknum.

„Þetta er virkilega svekkjandi. Við lögðum allt í þetta, við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við vorum grátlega nálægt þessu. Andstæðingarnir sköpuðu sér ekki mikið og ég fékk góðan séns á að skora. Þetta er mjög svekkjandi," sagði Ari í viðtali að leikslokum.

„Við sýndum í kvöld að við erum góðir í fótbolta. Við komumst ekki svona langt í þessari keppni bara á að vera góðir varnarlega. Við erum með fullkomið lið og erum búnir að sýna það."

Þó að það sé vissulega svekkjandi að komast ekki í 16-liða úrslitin þá náði Víkingur mögnuðum árangri, sérstaklega miðað við að markmiðið fyrir deildarkeppnina var að ná í eitt stig í. Víkingar gerðu gott betur og nældu sér í 8 stig til að komast í umspilsleik gegn Panathinaikos.

„Markmiðið var að ná í eitt stig og gera betur en Blikarnir gerðu á sínum tíma. Það er grátlegt að fara út svona því við vorum ekki yfirspilaðir eða neitt.

„Við áttum góðan fyrri leik sem við hefðum getað unnið 3-0 en hann endaði 2-1. Það er svo stutt á milli."

Athugasemdir
banner
banner
banner