Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fim 20. febrúar 2025 23:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Mynd: Víkingur
Mynd: EPA
Ari Sigurpálsson var niðurlútur eftir 2-0 tap Víkings R. á útivelli gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni fyrr í kvöld.

Víkingar spiluðu góðan leik og voru óheppnir að tapa, hvað þá með tveimur mörkum. Þeir voru slegnir úr leik í Sambandsdeildinni 3-2 samanlagt eftir óvæntan 2-1 sigur í fyrri leiknum.

„Þetta er virkilega svekkjandi. Við lögðum allt í þetta, við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við vorum grátlega nálægt þessu. Andstæðingarnir sköpuðu sér ekki mikið og ég fékk góðan séns á að skora. Þetta er mjög svekkjandi," sagði Ari í viðtali að leikslokum.

„Við sýndum í kvöld að við erum góðir í fótbolta. Við komumst ekki svona langt í þessari keppni bara á að vera góðir varnarlega. Við erum með fullkomið lið og erum búnir að sýna það."

Þó að það sé vissulega svekkjandi að komast ekki í 16-liða úrslitin þá náði Víkingur mögnuðum árangri, sérstaklega miðað við að markmiðið fyrir deildarkeppnina var að ná í eitt stig í. Víkingar gerðu gott betur og nældu sér í 8 stig til að komast í umspilsleik gegn Panathinaikos.

„Markmiðið var að ná í eitt stig og gera betur en Blikarnir gerðu á sínum tíma. Það er grátlegt að fara út svona því við vorum ekki yfirspilaðir eða neitt.

„Við áttum góðan fyrri leik sem við hefðum getað unnið 3-0 en hann endaði 2-1. Það er svo stutt á milli."

Athugasemdir
banner
banner