Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
   fim 20. febrúar 2025 23:44
Ívan Guðjón Baldursson
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Matthías Vilhjálmsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Víkingur R. tapaði 2-0 á útivelli gegn Panathinaikos þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik úti í Aþenu.

Matti gaf kost á sér í viðtal eftir lokaflautið og talaði um hvernig leikurinn spilaðist.

„Það er svekkjandi að þetta hafi gerst svona á lokasekúndunum en heilt yfir er ég ótrúlega stoltur af liðinu. Ég á kannski aðeins eftir að melta þetta. Það hefði verið gott að ná þeim í framlengingu þar sem leikjaálagið á þeim er búið að vera mjög mikið undanfarið. Við hefðum átt góða möguleika í framlengingunni," sagði reynsluboltinn sem var sérstaklega óhress með eina dómaraákvörðun í leiknum. Þá var sóknarmaður Víkinga að komast í dauðafæri en slóvenski dómari leiksins flautaði brot alltof snemma í stað þess að beita hagnaðarreglunni.

„Þeir byrjuðu betur en við unnum okkur inn í leikinn og fengum góð færi til að skora. Það var mjög svekkjandi þegar við fengum aukaspyrnu þegar okkar maður var að sleppa einn í gegn, það hefði getað breytt ansi miklu. En heilt yfir þá stóðum við okkur frábærlega.

„Við erum svekktir að hafa ekki farið áfram fyrst við vorum svona nálægt þessu en þetta fer í reynslubankann hjá leikmönnunum, félaginu og öllum sem standa í kringum þetta. Við erum allir í þessu til að reyna að hækka áhuga á íslenskum fótbolta. Það er geggjað að sjá stuðninginn frá öllum Víkingum og öðrum fótboltaáhugamönnum á Íslandi. Það er geggjað þegar við sameinumst í að bæta okkur. Þetta sýnir að í fótbolta kemst maður ansi langt á liðsheild og stemningu. Núna er bara undirbúningur fyrir Bestu deildina, það verður ansi skemmtilegt verkefni,"


Matti ræddi einnig um Gylfa Þór Sigurðsson sem Víkingur keypti frá Val af dögunum og segist vera gríðarlega spenntur fyrir að spila með einum af bestu fótboltamönnum Íslandssögunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner