Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fim 20. febrúar 2025 23:44
Ívan Guðjón Baldursson
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Matthías Vilhjálmsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Víkingur R. tapaði 2-0 á útivelli gegn Panathinaikos þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik úti í Aþenu.

Matti gaf kost á sér í viðtal eftir lokaflautið og talaði um hvernig leikurinn spilaðist.

„Það er svekkjandi að þetta hafi gerst svona á lokasekúndunum en heilt yfir er ég ótrúlega stoltur af liðinu. Ég á kannski aðeins eftir að melta þetta. Það hefði verið gott að ná þeim í framlengingu þar sem leikjaálagið á þeim er búið að vera mjög mikið undanfarið. Við hefðum átt góða möguleika í framlengingunni," sagði reynsluboltinn sem var sérstaklega óhress með eina dómaraákvörðun í leiknum. Þá var sóknarmaður Víkinga að komast í dauðafæri en slóvenski dómari leiksins flautaði brot alltof snemma í stað þess að beita hagnaðarreglunni.

„Þeir byrjuðu betur en við unnum okkur inn í leikinn og fengum góð færi til að skora. Það var mjög svekkjandi þegar við fengum aukaspyrnu þegar okkar maður var að sleppa einn í gegn, það hefði getað breytt ansi miklu. En heilt yfir þá stóðum við okkur frábærlega.

„Við erum svekktir að hafa ekki farið áfram fyrst við vorum svona nálægt þessu en þetta fer í reynslubankann hjá leikmönnunum, félaginu og öllum sem standa í kringum þetta. Við erum allir í þessu til að reyna að hækka áhuga á íslenskum fótbolta. Það er geggjað að sjá stuðninginn frá öllum Víkingum og öðrum fótboltaáhugamönnum á Íslandi. Það er geggjað þegar við sameinumst í að bæta okkur. Þetta sýnir að í fótbolta kemst maður ansi langt á liðsheild og stemningu. Núna er bara undirbúningur fyrir Bestu deildina, það verður ansi skemmtilegt verkefni,"


Matti ræddi einnig um Gylfa Þór Sigurðsson sem Víkingur keypti frá Val af dögunum og segist vera gríðarlega spenntur fyrir að spila með einum af bestu fótboltamönnum Íslandssögunnar.


Athugasemdir
banner
banner