
Íslenska landsliðið er í München í Þýskalandi þar sem liðið er í undirbúningi fyrir komandi leik gegn Bosníu.
Leikmenn hafa verið að tínast hver á fætur öðrum til Þýskalands og nú rétt áðan kláraðist æfing á heimavelli SpVgg Unterhaching sem er lið í D-deild þýsku deildakeppninnar og leikur þar undir stjórn Sandro Wagner, fyrrum leikmanns Bayern München.
Leikmenn hafa verið að tínast hver á fætur öðrum til Þýskalands og nú rétt áðan kláraðist æfing á heimavelli SpVgg Unterhaching sem er lið í D-deild þýsku deildakeppninnar og leikur þar undir stjórn Sandro Wagner, fyrrum leikmanns Bayern München.
Um var að ræða létta æfingu hjá íslenska liðinu í dag þar sem flestir leikmenn eru að ná úr sér ferðalaginu og/eða leikjum helgarinnar með félagsliðum sínum.
Einhverjir leikmenn voru eftir á hótelinu og mættu ekki á æfingasvæðið í dag; þar á meðal Alfreð Finnbogason, Alfons Sampsted og Hörður Björgvin Magnússon. Nokkrir leikmenn tóku bara göngutúr um völlinn og fóru í endurheimtaræfingar.
Á morgun verður æft á æfingasvæði Bayern München og á miðvikudag verður ferðast til Bosníu/Hersegóvínu þar sem leikurinn verður á fimmtudagskvöld.
Fótbolti.net fylgir landsliðinu eftir í þessum landsleikjaglugga, eins og oft áður. Það er hægt að fylgjast með hér á síðunni og einnig á samfélagsmiðlum, þar á meðal Instagram.
Athugasemdir