Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. apríl 2021 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester City staðfestir að það muni draga sig úr Ofurdeildinni
Sheikh Mansour, eigandi City Football group.
Sheikh Mansour, eigandi City Football group.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur staðfest með opinberri yfirlýsingu að félagið ætli sér að draga sig úr Ofurdeildinni.

Félagið vinnur er í því ferli núna að fylgja öllum verklagsreglum og verður svo laust allra mála.

Félagið er það fyrsta til að tilkynna það opinberlega að það ætli sér ekki að verða hluti af deildinni. Í kvöld var greint frá því að Chelsea ætlaði sér að hætta við þátttöku en ekkert hefur komið opinberlega þaðan á þessum tímapunkti.

Sex ensk félög, þrjú ítölsk og þrjú spænsk ætluðu sér að stofna Ofurdeild sem myndi tryggja félögunum auknar tekjur. Manchester City, Manchester United, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham voru ensku félögin sex.


Athugasemdir
banner
banner