Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 20. apríl 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Betra að klúðra færum heldur en að skapa þau ekki
Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið.
Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið.
Mynd: EPA
Jürgen Klopp svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir leik Liverpool gegn Fulham sem fer fram á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool þarf sigur í leiknum gegn Fulham þar sem liðið er dottið út í öllum öðrum keppnum eftir leiki gegn Atalanta og Manchester United í Evrópudeildinni og FA bikarnum

Liverpool er tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku titilbaráttunni og getur tekið toppsætið tímabundið af City með sigri á morgun.

„Titilbaráttan er ekki í okkar höndum. Auðvitað getur City unnið alla leikina sem liðið á eftir, en þeir geta líka misstigið sig. Þeir eiga eftir að spila mikið af leikjum gegn erfiðum andstæðingum. Við erum ekki að hugsa um þá, við erum einbeittir að okkur sjálfum. Við þráum ekkert heitara en að byrja að vinna leiki aftur," sagði Klopp meðal annars á fréttamannafundinum.

„Við klúðruðum mikið af færum gegn Atalanta og það er góðs viti að við höfum verið að skapa okkur. Það er betra að klúðra færum heldur en að skapa þau ekki. Ég er sannfærður um að við getum snúið þessu við hið snarasta.

„Við þurfum að vera jákvæðir og leggja mikinn metnað og einbeitingu í næstu leiki. Við gerðum andstæðingum okkar alltof auðvelt fyrir síðustu þrjá leiki og við viljum breyta því."


Liverpool datt úr leik í enska FA bikarnum gegn Manchester United 7. apríl og tapaði í kjölfarið gegn Atalanta í Evrópudeildinni og Crystal Palace í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner