Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Björn Daníel: Láta stundum eins og þeir séu mamma mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH byrjar tímabilið afar illa en liðið tapaði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær gegn Fram.

Björn Daníel Sverrisson var í viðtali hjá Rúv eftir leikinn en honum fannst dómgæslan halla á FH-inga.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

„Mér skilst að þessi vítaspyrna í fyrri hálfleik hafi ekki verið mikið. Ef það var línan sem átti að vera í þessum leik þá fannst mér að Kristján Flóki hefði átt að fá vítaspyrnu. Svo má nú aðeins tala við þá, þeir láta stundum eins og þeir sú mamma mín þegar maður er að tala við þá. Öskrandi og kallandi á mann, þeir þurfa aðeins að róa sig niður," sagði Björn Daníel.

FH hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu til þessa, tveimur í Bestu deildinni og einum í Mjólkurbikarnum.

„Við þurfum að skora mörk til að vinna leiki. Þurfum að lita á frammistöðuna í seinni hálfleik og taka hana með inn í KR leikinn því ég er orðinn hundleiður á því að tapa," sagði Björn Daníel.
Athugasemdir
banner
banner