Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 17:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Fram áfram eftir sigur á FH í hörku leik
Már Ægisson
Már Ægisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 0 FH
1-0 Már Ægisson ('21 )
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('32 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Vuk Oskar Dimitrijevic fékk tækifæri til að koma Fram yfir gegn sínum gömlu félögum eftir rúman stundafjórðung en skaut yfir úr góðu færi.

Stuttu síðar tókst Fram að brjóta ísinn. Haraldur Einar Ásgrímsson átti fyrirgjöf og Mathias Rosenörn náði ekki valdi á boltanum og Már Ægisson var fljótur að bregðast við og skoraði.

Vuk fékk annað tækifæri til að skora eftir hálftíma leik þegar hann steig á vítapunktinn en Mathias sá við honum.

Arnór Borg Guðjohnsen fékk gullið tækifæri til að jafna metin seint í leiknum. Hann slapp einn í gegn en skotið beint á Viktor Frey Sigurðsson í marki Fram.

Í uppbótatíma var Kristján Flóki Finnbogason hársbreidd frá því að jafna metiin en skot hans úr vítateignum small í stöngina. Nær komust FH-ingar ekki og Fram er komið áfram í 16-liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner