Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Leverkusen mun ekki standa í vegi fyrir Alonso
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayer Leverkusen mun ekki standa í vegi fyrir Xabi Alonso ef hann tjáir félaginu að hann vilji taka við Real Madrid í sumar en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Plan Real Madrid hefur alltaf verið fremur skýrt og það er að fá Alonso til að taka við liðinu af Carlo Ancelotti.

Búist var við því að Ancelotti myndi stýra liðinu út samninginn, sem rennur út a næsta ári, en hljóðið er annað í Madrídingum núna eftir að liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fabrizio Romano segir að allt gæti farið af stað í næstu viku og að Bayer Leverkusen muni ekki standa í vegi fyrir Alonso, enda hefur draumur hans alltaf verið að þjálfa Real Madrid.

Brasilíska fótboltasambandið mun ræða við föruneyti Carlo Ancelotti í næstu viku og er það í algerum forgangi hjá honum að taka við brasilíska landsliðinu, en hann hefur einnig verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Samkvæmt Romano vill brasilíska sambandið klára ráðninguna fyrir HM félagsliða og á það sama við um Real Madrid sem vill fá Alonso til að stýra félaginu í keppninni. Hún hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar.
Athugasemdir
banner