Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 20. maí 2014 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Fylkisstelpur í krummafót gegn Blikum - Sjáðu það helsta
Kvenaboltinn
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var niðurstaðan þegar Fylkir og Breiðablik mættust í bongóblíðu í Pepsi-deild kvenna á gervigrasinu í Árbæ í kvöld. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki vantaði færin í þessum leik, sem langflest voru í boði Fylkisstúlkna, en inn fyrir línuna fór boltinn ekki og þurftu liðin að sætta sig við að taka eitt stig hvort.

Fylkisstúlkur, sem eru komnar aftur upp í Pepsi-deildina eftir eins árs fjarveru, hleyptu gestunum úr Kópavogi aldrei inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Að sama skapi var lið Fylkis skeinuhætt fram á við og skapaði sér nokkur góð færi. Hermann Hreiðarsson var duglegur að öskra stelpurnar áfram og þær börðust vel.

Það var sérstaklega í seinni hálfleiknum sem Fylkisstúlkur óðu í færum. Anna Björg Björnsdóttir klúðraði í hvert skiptið á fætur öðru eftir að hafa stungið varnarmenn Breiðabliks af. Hún var trekk í trekk komin ein í gegn en tókst aldrei að koma boltanum í netið.

Í nokkur skipti skaut hún framhjá og í eitt skiptið þrumaði hún boltanum í slána. Þó Anna hafi verið sú sem flest færin misnotaði, þá áttu liðsfélagar hennar einnig nokkur góð færi en án þess þó að uppskera mark.

Breiðablik sýndi aftur á móti ekki sitt rétta andlit í kvöld. Liðið sem byrjaði mótið á að vinna 1-0 sigur gegn Stjörnunni, sem fór í gegnum síðasta tímabil með fullt hús stiga, fann sig aldrei í kvöld. Þær sköpuðu sér nokkur hálffæri og áttu skalla í tréverkið á lokasekúndu leiksins, en að því frátöldu var lítið að ganga upp hjá þeim.

Í heildina litið voru Blikar ljónheppnar með að yfirgefa Árbæinn með stig í farteskinu. Það leit einfaldlega út fyrir það að sóknarmenn Fylkis hefðu klætt sig í krummafót í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner